Enski boltinn

Sir Alex: Owen er framherji á heimsmælikvarða

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Nordic photos/Getty images

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United er í skýjunum með að fá loks framherjann Michael Owen í raðir félagsins en hann mun lengi hafa verið mikill aðdáandi leikmannsins.

Ferguson er sannfærður um að Owen, sem kom á frjálsri sölu til United, eigi eftir að standa sig vel á Old Trafford.

„Michael er framherji á heimsmælikvarða og hefur sýnt það og sannað að hann getur skorað mörk hvar sem er. Áskorunin við það að koma til félags eins og United verður án nokkurs vafa til þess að kveikja vel í honum," segir Ferguson.

Owen skoraði alls 158 mörk í 297 leikjum með Liverpool, 14 mörk í 40 leikjum með Real Madrid og 30 mörk í 79 leikjum með Newcastle og það verður fróðlegt að sjá hvað þessu 29 ára gamli markvarðahrellir gerir hjá United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×