Enski boltinn

Dean Windass fær kveðjuleik hjá Hull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dean Windass í leik með Hull.
Dean Windass í leik með Hull. Nordic Photos / Getty Images

Dean Windass, leikmaður Hull, fær kveðjuleik með félaginu nú í sumar þegar að Hull spilar leik fyrir góðgerðarmál í ágúst næstkomandi.

Windass er fertugur að aldri og er mikil hetja í augum stuðningsmanna Hull. Fyrir ári síðan skoraði hann markið sem tryggði Hull sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Hann skoraði svo aftur fyrir Hull í úrvalsdeildinni, í leik gegn Portsmouth í nóvember. Hann var svo lánaður til Oldham í janúar síðastliðnum.

Hann mun leggja skóna á hilluna eftir leikinn og hefur hann verið orðaður við þjálfarastöðu hjá enska D-deildarliðinu Darlington.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×