Enski boltinn

Paragvæskur varnarmaður á leið í Sunderland

Elvar Geir Magnússon skrifar
Paulo Da Silva.
Paulo Da Silva.

Sunderland er við það að klófesta paragvæska varnarmanninn Paulo Da Silva. Hann verður þar með fyrsti leikmaðurinn sem Steve Bruce fær til félagsins síðan hann tók við stjórnartaumunum.

Da Silva er á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Toluca rann út. Forráðamenn Toluca segjast ekki hafa haft möguleik á að halda Silva eftir að Sunderland sýndi honum áhuga.

Þessi 29 ára miðvörður mun ferðast til Englands í næstu viku til að ganga frá samningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×