Innlent

Geir frestar blaðamannafundi - þingflokkurinn fundar í Valhöll

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra.

Geir H. Haarde forsætisráðherra boðaði blaðamenn á fund sinn klukkan þrjú í dag en hann hefur frestað þeim fundi. Hann varð fyrir aðkasti fyrir utan Stjórnarráðið fyrr í dag en ekki er vitað hvort það hafi orsakað frestun fundarins.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðaður á fund klukkan fjögur í Valhöll og segir aðstoðarkona Geirs að hann tali mögulega við blaðamenn fyrir þann fund. Mjög fátítt mun vera að þingflokkurinn fundi í Valhöll en ekki í þingflokksherbergi flokksins í Alþingishúsinu.

Líklega er það vegna þess fjölda mótmælenda sem nú eru mættir á ný á Austurvöll eftir að hafa mótmælt um stund við Stjórnarráðið.

Samfylkingin hefur einnig boðað til þingflokksfundar klukkan fjögur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×