Owen tryggði United sigur í ótrúlegum sjö marka borgarslag Ómar Þorgeirsson skrifar 20. september 2009 14:37 Michael Owen var hetja United í dag. Nordic photos/AFP Það var varamaðurinn Michael Owen sem stal senunni þegar hann skoraði sigurmark Manchester United í 4-3 sigri gegn Manchester City á sjöttu mínútu uppbótartíma í borgarslagnum á Old Trafford í dag. Darren Fletcher skoraði tvö mörk fyrir United og Craig Bellamy skoraði tvö mörk fyrir City. Englandsmeistararnir fengu sannkallaða draumabyrjun þar sem Wayne Rooney skoraði fyrsta mark leiksins strax á 2. mínútu. Rooney fékk sendingu frá Patrice Evra og lék lipurlega á tvo varnarmenn City og skoraði með hnitmiðuðu skoti af stuttu færi. Leikmenn City náðu hins vegar að svara þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Carlos Tevez, sem fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum United, náði þá að vinna návígi við markvörðinn Ben Foster og átti sendingu á Gareth Barry sem skoraði í autt markið. Staðan í hálfleik var 1-1. United byrjaði síðari hálfleikinn með sama hætti og þann fyrri þar sem Darren Fletcher skoraði með skalla eftir sendingu frá Ryan Giggs. Sem fyrr tók það City menn ekki langan tíma að jafna og jöfnunarmarkið var stórglæsilegt. Tevez sendi á Craig Bellamy sem kom sér í fína skotstöðu og smellti boltanum efst í markhornið fjær, óverjandi fyrir Foster. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru leikmenn United að herða tök sín á leiknum og aðeins snilldartilþrif frá Shay Given í marki City komu í veg fyrir að United tæki forystuna á ný. Given kom þó engum vörnum við þegar Fletcher skoraði sitt annað skallamark í leiknum og þriðja mark United þegar tíu mínútur lifðu leiks. Aftur var það eftir sendingu frá Giggs. Flest benti til þess að United myndi svo sigla þessu rólega í höfn en Bellamy var ekki búinn að segja sitt síðasta. Bellamy slapp í gegnum vörn United á 90. mínútu og lék á Foster og skoraði jöfnunarmarkið. Það var hins vegar enn tími fyrir sigurmark því varamaðurinn Owen, sem var varla búinn að sjást í leiknum, fékk sendingu frá Giggs á sjöttu mínútu uppbótartíma og skoraði sigurmarkið. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik. Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Það var varamaðurinn Michael Owen sem stal senunni þegar hann skoraði sigurmark Manchester United í 4-3 sigri gegn Manchester City á sjöttu mínútu uppbótartíma í borgarslagnum á Old Trafford í dag. Darren Fletcher skoraði tvö mörk fyrir United og Craig Bellamy skoraði tvö mörk fyrir City. Englandsmeistararnir fengu sannkallaða draumabyrjun þar sem Wayne Rooney skoraði fyrsta mark leiksins strax á 2. mínútu. Rooney fékk sendingu frá Patrice Evra og lék lipurlega á tvo varnarmenn City og skoraði með hnitmiðuðu skoti af stuttu færi. Leikmenn City náðu hins vegar að svara þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Carlos Tevez, sem fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum United, náði þá að vinna návígi við markvörðinn Ben Foster og átti sendingu á Gareth Barry sem skoraði í autt markið. Staðan í hálfleik var 1-1. United byrjaði síðari hálfleikinn með sama hætti og þann fyrri þar sem Darren Fletcher skoraði með skalla eftir sendingu frá Ryan Giggs. Sem fyrr tók það City menn ekki langan tíma að jafna og jöfnunarmarkið var stórglæsilegt. Tevez sendi á Craig Bellamy sem kom sér í fína skotstöðu og smellti boltanum efst í markhornið fjær, óverjandi fyrir Foster. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru leikmenn United að herða tök sín á leiknum og aðeins snilldartilþrif frá Shay Given í marki City komu í veg fyrir að United tæki forystuna á ný. Given kom þó engum vörnum við þegar Fletcher skoraði sitt annað skallamark í leiknum og þriðja mark United þegar tíu mínútur lifðu leiks. Aftur var það eftir sendingu frá Giggs. Flest benti til þess að United myndi svo sigla þessu rólega í höfn en Bellamy var ekki búinn að segja sitt síðasta. Bellamy slapp í gegnum vörn United á 90. mínútu og lék á Foster og skoraði jöfnunarmarkið. Það var hins vegar enn tími fyrir sigurmark því varamaðurinn Owen, sem var varla búinn að sjást í leiknum, fékk sendingu frá Giggs á sjöttu mínútu uppbótartíma og skoraði sigurmarkið. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik.
Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira