Owen tryggði United sigur í ótrúlegum sjö marka borgarslag Ómar Þorgeirsson skrifar 20. september 2009 14:37 Michael Owen var hetja United í dag. Nordic photos/AFP Það var varamaðurinn Michael Owen sem stal senunni þegar hann skoraði sigurmark Manchester United í 4-3 sigri gegn Manchester City á sjöttu mínútu uppbótartíma í borgarslagnum á Old Trafford í dag. Darren Fletcher skoraði tvö mörk fyrir United og Craig Bellamy skoraði tvö mörk fyrir City. Englandsmeistararnir fengu sannkallaða draumabyrjun þar sem Wayne Rooney skoraði fyrsta mark leiksins strax á 2. mínútu. Rooney fékk sendingu frá Patrice Evra og lék lipurlega á tvo varnarmenn City og skoraði með hnitmiðuðu skoti af stuttu færi. Leikmenn City náðu hins vegar að svara þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Carlos Tevez, sem fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum United, náði þá að vinna návígi við markvörðinn Ben Foster og átti sendingu á Gareth Barry sem skoraði í autt markið. Staðan í hálfleik var 1-1. United byrjaði síðari hálfleikinn með sama hætti og þann fyrri þar sem Darren Fletcher skoraði með skalla eftir sendingu frá Ryan Giggs. Sem fyrr tók það City menn ekki langan tíma að jafna og jöfnunarmarkið var stórglæsilegt. Tevez sendi á Craig Bellamy sem kom sér í fína skotstöðu og smellti boltanum efst í markhornið fjær, óverjandi fyrir Foster. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru leikmenn United að herða tök sín á leiknum og aðeins snilldartilþrif frá Shay Given í marki City komu í veg fyrir að United tæki forystuna á ný. Given kom þó engum vörnum við þegar Fletcher skoraði sitt annað skallamark í leiknum og þriðja mark United þegar tíu mínútur lifðu leiks. Aftur var það eftir sendingu frá Giggs. Flest benti til þess að United myndi svo sigla þessu rólega í höfn en Bellamy var ekki búinn að segja sitt síðasta. Bellamy slapp í gegnum vörn United á 90. mínútu og lék á Foster og skoraði jöfnunarmarkið. Það var hins vegar enn tími fyrir sigurmark því varamaðurinn Owen, sem var varla búinn að sjást í leiknum, fékk sendingu frá Giggs á sjöttu mínútu uppbótartíma og skoraði sigurmarkið. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik. Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Það var varamaðurinn Michael Owen sem stal senunni þegar hann skoraði sigurmark Manchester United í 4-3 sigri gegn Manchester City á sjöttu mínútu uppbótartíma í borgarslagnum á Old Trafford í dag. Darren Fletcher skoraði tvö mörk fyrir United og Craig Bellamy skoraði tvö mörk fyrir City. Englandsmeistararnir fengu sannkallaða draumabyrjun þar sem Wayne Rooney skoraði fyrsta mark leiksins strax á 2. mínútu. Rooney fékk sendingu frá Patrice Evra og lék lipurlega á tvo varnarmenn City og skoraði með hnitmiðuðu skoti af stuttu færi. Leikmenn City náðu hins vegar að svara þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Carlos Tevez, sem fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum United, náði þá að vinna návígi við markvörðinn Ben Foster og átti sendingu á Gareth Barry sem skoraði í autt markið. Staðan í hálfleik var 1-1. United byrjaði síðari hálfleikinn með sama hætti og þann fyrri þar sem Darren Fletcher skoraði með skalla eftir sendingu frá Ryan Giggs. Sem fyrr tók það City menn ekki langan tíma að jafna og jöfnunarmarkið var stórglæsilegt. Tevez sendi á Craig Bellamy sem kom sér í fína skotstöðu og smellti boltanum efst í markhornið fjær, óverjandi fyrir Foster. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru leikmenn United að herða tök sín á leiknum og aðeins snilldartilþrif frá Shay Given í marki City komu í veg fyrir að United tæki forystuna á ný. Given kom þó engum vörnum við þegar Fletcher skoraði sitt annað skallamark í leiknum og þriðja mark United þegar tíu mínútur lifðu leiks. Aftur var það eftir sendingu frá Giggs. Flest benti til þess að United myndi svo sigla þessu rólega í höfn en Bellamy var ekki búinn að segja sitt síðasta. Bellamy slapp í gegnum vörn United á 90. mínútu og lék á Foster og skoraði jöfnunarmarkið. Það var hins vegar enn tími fyrir sigurmark því varamaðurinn Owen, sem var varla búinn að sjást í leiknum, fékk sendingu frá Giggs á sjöttu mínútu uppbótartíma og skoraði sigurmarkið. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik.
Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira