Enski boltinn

Vela var settur í sóttkví vegna svínaflensu

Nordic Photos/Getty Images

Mexíkóski sóknarmaðurinn Carlos Vela hefur nú fengið grænt ljós til að ganga til liðs við félaga sína í Arsenal á ný eftir tveggja daga sóttkví.

Vela var nýverið í heimalandi sínu í heimsókn og því þótti rétt að ganga úr skugga um að hann væri ekki smitaður.

Vela verður því í leikmannahóp Arsenal fyrir leikinn gegn Manchester United í Meistaradeildinni annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×