Enski boltinn

Mikel: Hiddink breytti ekki miklu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mikel með gamla stjóranum.
Mikel með gamla stjóranum. Nordic Photos/Getty Images

John Obi Mikel, leikmaður Chelsea, segir að Guus Hiddink hafi ekki gert neinar róttækar breytingar á Chelsea-liðinu þegar hann tók við af Luiz Felipe Scolari. Þær breytingar sem hann gerði hafi þó virkað.

„Leikur okkar breyttist örlítið en það hafði ekki mikil áhrif á minn leik. Guus telur að það sé betra fyrir Lampard að fá að sækja meira og hafa meira frelsi í sínum leik," sagði Mikel.

„Sama á við um Malouda og Anelka. Þannig að ég, Essien og Ballack höfum þurft að bera svolítið hitann af varnarhlutverkinu," sagði Mikel sem er hæstánægður með þær framfarir sem hann hefur tekið í vetur.

Hann vill helst ekkert fara í sumarfrí.

„Ég verð svekktur þegar tímabilið er búið því ég elska að mæta á æfingasvæðið á hverjum degi og hitta strákana. Það er mjög gott samband á milli okkar allra. Við þurfum samt víst að fara í nokkurra vikna frí."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×