Enski boltinn

Victor Moses orðaður við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Victor Moses í leik með Crystal Palace.
Victor Moses í leik með Crystal Palace. Nordic Photos / Getty Images

Liverpool er sagt hafa áhuga á hinum nítján ára gamla Victor Moses sem leikur með Crystal Palace í ensku B-deildinni.

Moses hefur vakið mikla athygli á leiktíðinni og er sagður hafa vakið áhuga Tottenham, Hoffenheim í Þýskalandi og Barcelona frá Spáni.

Liverpool er í enskum fjölmiðlum sagt reiðubúið að borga fimm milljónir punda fyrir Moses sem skoraði glæsilegt mark með bakfallsspyrnu í leik gegn Barnsley í gær.

Moses er fæddur í Nígeríu en hefur alla tíð leikið með Crystal Palace. Hann á einnig að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Englands.

Neil Warnock, stjóri Crystal Palace, hefur látið hafa eftir sér að Moses sé efnilegasti framherji sem hann hafi þjálfað á ferlinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×