Enski boltinn

Redknapp sér eftir því að hafa ekki fengið Vieira

Ómar Þorgeirsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham er enn sár og svekktur með að hafa ekki náð að lokka Patrick Vieira á White Hart Lane í sumar og viðurkennir að hann þurfi meiri breidd inn á miðjuna hjá Tottenham.

Wilson Palacios, Jermaine Jenas og Tom Huddlestone berjast um tvær stöður á miðjunni og Redknapp veit að ef einhver af þeim lendir í meiðslun gæti hann átt í erfiðleikum.

„Það hefði verið frábært að fá Vieira og ég vona enn að það geti gerst. Er hann annarseitthvað að spila fyrir Inter? Það er annars ljóst að okkar vantar meiri breidd inn á miðjuna og við verðum að bætar úr því við fyrsta tækifæri," segir Redknapp í viðtali við The Independent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×