Gaf út smáskífu í Danmörku 5. febrúar 2009 06:00 Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff gaf nýlega út sína fyrstu smáskífu í Danmörku. Akureyrski tónlistarmaðurinn Rúnar Eff gaf nýverið út sína fyrstu smáskífu í Danmörku. Á henni er Aha-lagið Take on Me og You, sem bæði eru á fyrstu sólóplötu hans Farg. „Ég veit að þetta er farið í útvarpsspilun á einhverri af stóru stöðvunum," segir Rúnar Eff. „Ég er með konu sem sér um öll svona mál úti og hún er alla vega nokkuð bjartsýn." Rúnar sló í gegn í Danmörku í lok síðasta árs þegar hann tók þátt í raunveruleikaþættinum All Stars. Þá opnuðust honum ýmsar dyr og skrifaði hann meðal annars undir dreifingarsamning í Danmörku. Fyrr í mánuðinum átti hann svo að fara í viðtal í sjónvarpsþættinum Go"Aften Danmark á TV2 á sama tíma og smáskífan kæmi út. Viðtalið var aftur á móti flautað af þegar sending með smáskífunum tafðist í tollinum í heila fimm daga. „Svo kom þetta ekki fyrr en daginn sem ég var að fara heim. Þetta verður að bíða betri tíma," segir Rúnar og játar að vera örlítið svekktur enda átti hann einnig að mæta í þáttinn í desember. Ekkert varð af því vegna góðs árangurs danska kvennalandsliðsins í handbolta á sama tíma. Rúnar fær góða heimsókn á næstunni því sænski tónlistarmaðurinn Pontus Stenqvist, sem hann kynntist úti í Danmörku, ætlar að líta við. Þeir félagar ætla að dunda sér við lagasmíðar og einnig halda tónleika. Hafa þeir þegar bókað sig á Akureyri 28. febrúar. - fb Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Akureyrski tónlistarmaðurinn Rúnar Eff gaf nýverið út sína fyrstu smáskífu í Danmörku. Á henni er Aha-lagið Take on Me og You, sem bæði eru á fyrstu sólóplötu hans Farg. „Ég veit að þetta er farið í útvarpsspilun á einhverri af stóru stöðvunum," segir Rúnar Eff. „Ég er með konu sem sér um öll svona mál úti og hún er alla vega nokkuð bjartsýn." Rúnar sló í gegn í Danmörku í lok síðasta árs þegar hann tók þátt í raunveruleikaþættinum All Stars. Þá opnuðust honum ýmsar dyr og skrifaði hann meðal annars undir dreifingarsamning í Danmörku. Fyrr í mánuðinum átti hann svo að fara í viðtal í sjónvarpsþættinum Go"Aften Danmark á TV2 á sama tíma og smáskífan kæmi út. Viðtalið var aftur á móti flautað af þegar sending með smáskífunum tafðist í tollinum í heila fimm daga. „Svo kom þetta ekki fyrr en daginn sem ég var að fara heim. Þetta verður að bíða betri tíma," segir Rúnar og játar að vera örlítið svekktur enda átti hann einnig að mæta í þáttinn í desember. Ekkert varð af því vegna góðs árangurs danska kvennalandsliðsins í handbolta á sama tíma. Rúnar fær góða heimsókn á næstunni því sænski tónlistarmaðurinn Pontus Stenqvist, sem hann kynntist úti í Danmörku, ætlar að líta við. Þeir félagar ætla að dunda sér við lagasmíðar og einnig halda tónleika. Hafa þeir þegar bókað sig á Akureyri 28. febrúar. - fb
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira