Enski boltinn

Ferguson: City mun ekki enda fyrir ofan United á meðan ég lifi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United er búinn að fara mikinn á blaðamannafundum fyrir risa Manchester-borgarslaginn á milli United og City sem fram fer í dag.

Ferguson kallar City-menn hrokafulla og þvertekur fyrir það að þeir muni ná að verða fyrir ofan United á næstunni.

„City hefur ekki náð neinum árangri. Tímabilið er varla byrjað. Þeir eru hins vegar strax orðnir aðeins hrokafullir og montnir þykir mér og sýndu það líka síðasta sumar með þessu heimskulega uppátæki sínum með veggmyndina hér í Manchester af Carlos Tevez í búningi City. Það var algjör óþarfi fannst mér.

Ég er annars ekki að sjá það gerast að City verði fyrir ofan United í deildinni. Ekki á meðan ég lifi alla vega," sagði Ferguson.

Leikur United og City er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst kl. 12.30.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×