Enski boltinn

Fabregas óánægður með getuleysi Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fabregas er svekktur.
Fabregas er svekktur. Nordic Photos/AFP

Spánverjinn Cesc Fabregas kom mönnum hjá Arsenal á óvart þegar hann skammaði félagið fyrir að vera getulaust en Arsenal hefur ekki lyft bikar í ein fjögur ár.

„Að vinna enga titla með Arsenal er það sem fer mest í taugarnar á mér. Ronaldo sagðist vera að fara frá United af því hann væri búinn að vinna allt með félaginu. Ég er akkúrat á hinum endanum að horfa á getuleysið," sagði Fabregas.

„Á síðasta tímabili vildum við virkilega vinna eitthvað og gáfum allt sem við áttum. Við vorum bara ekki eins góðir og búist er við hjá Arsenal. Þegar maður vinnur er allt í góðu en þegar enginn árangur næst eru menn í slæmu skapi. Í heil fjögur ár hefur okkur vantað að vinna titil til að fá trú á okkur," sagði Spánverjinn pirraður sem virðist samt ekki vera á förum.

„Ef ég segist vilja fara frá félaginu þá mun ég segja það beint við viðkomandi. Ef ég verð óánægður hjá félaginu þá mun stjórinn vita það fyrstur allra. Ég dýrka Wenger en hver og einn stýrir sínu lífi og hugsar um sjálfan sig. Ég er að fara að byrja mitt sjöunda tímabil sem er mikið fyrir 22 ára einstakling." 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×