Enski boltinn

Chelsea eyðilagði ást mína á fótbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johnson hress með Hermanni Hreiðarssyni.
Johnson hress með Hermanni Hreiðarssyni. Nordic Photos/Getty Images

Glen Johnson, sem hefur verið að blómstra hjá Portsmouth, segir að það hafi verið niðurdrepandi tími þegar hann var í herbúðum Chelsea á Jose Mourinho-árunum.

Hann segist hafa tapað ástríðunni fyrir fótboltanum í herbúðum félagsins en hefur fengið hana aftur hjá Portsmouth.

„Það var bara ákveðið mikið sem ég gat látið bjóða mér hjá Chelsea. Í byrun beit ég bara í tunguna og sætti mig við hlutina. Ég gat ekki sýnt hvað í mér bjó með því að spila leik á sex vikna fresti. Það er ekki gott fyrir neinn og sérstaklega ekki fyrir unga leikmenn," sagði Johnson.

„Hjá Porsmouth hef ég fundið ástríðuna fyrir leiknum á ný. Þegar ég var hjá Chelsea þá sagði ég félögum mínum að ég fengi greitt fyrir að spila fótbolta en ég gerði mjög lítið af því að spila fótbolta.

„Þeir vissu hvernig staðan var og fundu til með mér. Þeir hjálpuðu mér að halda sjó í mótlætinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×