Enski boltinn

Dwight Yorke hættur hjá Sunderland

Gamla hetjan Dwight Yorke hefur verið látinn fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Sunderland eftir að samningur hans rann út.

Yorke er 37 ára gamall landsliðsmaður Trinidad og Tobago og lék áður með m.a. Aston Villa og Manchester United.

Hann var aðeins fjórum sinnum í byrjunarliði Sunderland í vetur og er einn af fjórum leikmönnum sem látnir voru fara frá félaginu eftir að það náði naumlega að halda sæti sínu í deildinni.

Þá hefur varnarmaðurinn Calum Davenport verið látinn fara frá West Ham United og Tal Ben Haim fer sömu leið hjá úrvalsdeildarfélaginu Bolton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×