Innlent

Skúli Helgason: Heildarmynd styrkja liggur ekki fyrir

Fyrrum framkvæmdarstjórinn segir að heildarmynd styrkja þó ekki liggja fyrir.
Fyrrum framkvæmdarstjórinn segir að heildarmynd styrkja þó ekki liggja fyrir.

Fyrrum framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar, Skúli Helgason, vill að Samfylkingin opni bókhald sitt frá árinu 2006. Hann tekur þó fram í bloggfærslu á heimasíðu sinni að heildarmynd liggi ekki fyrir vegna styrkja til flokksins árið 2006.

Ástæðuna segir Skúli vera, „því það var ekki fyrr en með setningu laganna um fjármál stjórnmálaflokkanna sem tóku gildi í ársbyrjun 2007 sem flokkunum var skylt að kalla inn fjárhagsuppgjör frá öllum flokksfélögum og kjördæmisráðum vítt og breitt um landið og birta í einum samstæðureikningi."

Hann segir að nú þurfi flokkarnir að kalla inn þessar upplýsingar frá „undirstofnunum" sínum og birta opinberlega svo fljótt sem auðið er.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×