Enski boltinn

Gary Speed í viðræðum við Swansea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Speed í leik með Sheffield United á nýliðinni leiktíð.
Gary Speed í leik með Sheffield United á nýliðinni leiktíð. Nordic Photos / Getty Images

Hinn leikreyndi Gary Speed er nú í viðræðum við enska B-deildarliði Swansea um að taka að sér knattspyrnustjórn liðsins.

Speed er 39 ára gamall og lék í vetur með Sheffield United ásamt því að hann var þjálfari hjá liðinu undir stjórn Kevin Blackwell knattspyrnustjóra. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Sheffield en hefur verið gefið leyfi til að ræða við forráðamenn Swansea.

Swansea missti knattspyrnustjórann sinn þegar að Roberto Martinez tók við stjórn Wigan.

Speed á langan feril að baki sem leikmaður og hefur leikið með Everton, Newcastle, Leeds og Bolton. Hann hefur þegar útskrifast með UEFA-Pro þjálfararéttindi og hefur aldrei farið leynt með löngun sína að fara í þjálfun þegar að ferli sínum lýkur sem leikmaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×