Enski boltinn

Tevez getur ekki hugsað sér að yfirgefa United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez er hamingjusamur í Manchester.
Tevez er hamingjusamur í Manchester. Nordic Photos/Getty Images

Argentínumaðurinn Carlos Tevez elur enn þá von í brjósti að hann fái að spila með Man. Utd á næstu leiktíð. Tevez er á lánssamningi hjá United sem rennur út í sumar.

Ef United ætlaði sér að kaupa Tevez myndi það líklega kosta félagið í kringum 30 milljónir punda. Upphæð sem stendur í forráðamönnum félagsins enda Tevez ekki beint verið að leika eins og 30 milljón punda maður í vetur.

„Ég get ekki hugsað mér að leika með öðru félagi en United. Stuðningsmennirnir elska mig og fjölskyldan mín er afar hamingjusöm í Manchester," sagði Tevez.

„Ég hugsa bara um að vinna titla með United og vonandi verð ég hér áfram á næstu leiktíð. Ég vil ekki spila með öðru liði. Ég fylgi alltaf hjartanu og hjartað segir mér að það væri ómögulegt fyrir mig að hætta í enska boltanum."

Tevez hefur aðeins skorað 3 mörk í þeim 14 leikjum sem hann hefur fengið að vera í byrjunarliðinu í vetur. Hann skoraði 14 í 31 leik í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×