Enski boltinn

Guðjón styrkir leikmannahópinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe.
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe. Nordic Photos / Getty Images

Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe, hefur ákveðið að gera lánssamning við miðvallarleikmanninn Aman Verma, leikmann Leicester.

Verma var til reynslu hjá Crewe í síðustu viku og þótti standa sig vel. Hann er 22 ára gamall og verður í láni hjá félaginu næstu þrjá mánuðina.

Hann hefur enn ekki spilað með aðalliði Leicester en þykir efnilegur og vonast Nigel Pearson, stjóri Leicester, að með þessu öðlist hann dýrmæta reynslu.

Crewe tapaði fyrir Dagenham og Redbridge í fyrstu umferð ensku D-deildarinnar um helgina, 2-1, á heimavelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×