Enski boltinn

Fulham og Hamburg kljást um Berg

Ómar Þorgeirsson skrifar
Marcus Berg.
Marcus Berg. Nordic photos/AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham er ekki búið að gefast upp á að fá sænska U-21 árs landsliðsframherjann Marcus Berg sem er á mála hjá hollenska félaginu Groningen.

Fréttir í gær bentu til þess að Berg væri nálægt því að ganga í raðir Hamburg en knattspyrnustjórinn Roy Hodgson hjá Fulham er áhugasamur um að fá leikmanninn í sínar raðir og er reiðubúinn að borga kaupverðið, sem talið er nema um 8,5 milljónum punda. Ef Berg kemur til Fulham mun framherjinn Bobby Zamora vera á leiðinni til Hull.

„Við erum búnir að tala við bæði Hamburg og Fulham og þau hafa bæði líst yfir vilja sínum á að fá Berg. Þetta eru einu félögin sem eru enn í viðræðum við okkur og Berg mun líklega fara til annars hvors félagsins þar sem hann hefur gefið í skyn að hann vilji nýja áskorun," segir Henk Veldmate, stjórnarformaður Groningen í samtali við The Sun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×