Fótbolti

Blackburn staðfestir áhuga á Ruud van Nistelrooy

Nistelrooy hefur lítinn áhuga á minni spámönnum á Englandi og vill berjast fyrir sínu sæti hjá Real Madrid.
Nistelrooy hefur lítinn áhuga á minni spámönnum á Englandi og vill berjast fyrir sínu sæti hjá Real Madrid. Nordicphotos/GettyImages
Sam Allardyce vill kaupa Ruud van Nistelrooy frá Real Madrid til Blackburn. Eftir sölu á Matt Derbyshire og Roque Santa Cruz er Allardyce í leit að framherja.

Hann telur að hinn 33 ára Nistelrooy gæti haft áhuga á því að koma til félagsins. „Hver hefði trúað því að Bolton myni kaupa Anelka? Enginn. Það væri stórkostlegt ef við gætum gengið frá þessu," sagði stjórinn sem stýrði Bolton þegar Anelka var keyptur þangað.

Nistelrooy spilaði í fimm ár fyrir Manchester United þar sem hann skoraði 150 mörk í tæplega 200 leikjum. Hann fór til Real Madrid 2006 en hefur átt í erfiðum meiðslum undanfarið. Hann kostar aðeins í kringum 1,5 milljónir punda en Tottenham hefur einnig augastað á honum.

Allardyce telur að laun leikmannsins gætu orðið vandamálið. „Launin sem hann fær hjá Real Madrid er líklega langt frá því sem við getum boðið. En ef hann vill koma aftur til Englands og spila fyrir lægri laun höfum við áhuga," sagði stjórinn.

Nistelrooy hefur gefið út að hann vilji berjast fyrir sæti sínu hjá Real Madrid.

Sjá einnig:

Betra að berjast hjá Real en spila með Tottenham






Fleiri fréttir

Sjá meira


×