Enski boltinn

Rooney frá vegna meiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney fagnar marki í leik með United í haust.
Wayne Rooney fagnar marki í leik með United í haust. Nordic Photos / Getty Images

Wayne Rooney mun missa af leik Manchester United og Bolton á morgun eftir að hann meiddist í leik Englands og Úkraínu um síðustu helgi.

Rooney meiddist á kálfa og missti af þeim sökum af leik Englands gegn Hvíta-Rússlandi á miðvikudagskvöldið.

Markvörðurinn Edwin van der Sar er hins vegar orðinn heill af meiðslum sínum og verður sennilega í marki United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×