Enski boltinn

John Barnes að taka við Tranmere

Ómar Þorgeirsson skrifar
John Barnes.
John Barnes. Nordicphotos/Gettyimages

Flest bendir nú til þess að John Barnes, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, verði ráðinn knattspyrnustjóri Tranmere en félagið leikur í c-deildinni á Englandi.

Barnes hefur þjálfað landslið Jamaíku síðan í september á síðasta ári og náð góðum árangri með liðið. Jamaíka er nú taplaust í sjö landsleikjum og þar á meðal unnið Mexíkó og Kanada.

Hjá Tranmere hittir hinn 45 ára gamli Barnes fyrir annan fyrrum leikmann Liverpool, Jason McAteer, sem er unglingaliðsþjálfari hjá félaginu.

Síðasta félagslið sem Barnes stýrði var Glasgow Celtic tímabilið 1999-2000 og það endaði ekki vel þar sem hann var rekinn eftir niðurlægjandi tap gegn Inverness í skosku bikarkeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×