Enski boltinn

Ancelotti: Skiptir mestu máli að spila vel og vinna

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea var vitanlega ánægður með 0-4 sigur sinna manna gegn Bolton á Reebok-leikvanginum í dag en varaði þó við því að það væri ekki raunhæft að skora alltaf mikið af mörkum um hverja helgi.

„Við höfum verið að spila vel undanfarið en það er vitanlega ekki raunhæft að vinna alla leiki með fjórum mörkum. Það er hættulegt að hugsa bara um að vinna stórt. Það er mikilvægt og skiptir mestu máli að spila vel í 90 mínútur og vinna leikinn.

Við erum á góðu skriði á toppi deildarinnar og verðum að halda einbeitingunni og halda áfram á sömu braut," sagði Ancelotti í viðtölum í leikslok í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×