Enski boltinn

Young orðaður við Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ashley Young fagnar marki með Gabrial Agbonlahor.
Ashley Young fagnar marki með Gabrial Agbonlahor. Nordic Photos / Getty Images

Ashley Young er í dag orðaður við Chelsea í enskum fjölmiðlum. Hann er sagður ofarlega á óskalista Carlo Ancelotti, nýráðins knattspyrnustjóra félagsins.

Þetta hefur fréttastofa Sky Sports eftir sínum heimildum. Sky Sports fullyrti reyndar fyrr í vikunni að Chelsea hafði lagt fram tilboð upp á 73,5 milljónir punda í Brasilíumanninn Kaka en félagið sjálft harðneitaði þeim fregnum.

Young átti góðu gengi að fagna á undanförnu tímabili og var valinn í lið ársins annað árið í röð. Hann var einnig valinn besti ungi leikmaður deildarinnar.

Það mun hafa verið Guus Hiddink, fráfarandi stjóri Chelsea, sem mælti með því að félagið myndi kaupa Young.

Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, er nýbúinn að missa Gareth Barry til Aston Villa og vill sjálfsagt gera allt sem í hans valdi stendur til að halda í Young.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×