Enski boltinn

Ronaldo: Yrði frábært að fá Rooney til Real Madrid

Ómar Þorgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney náðu vel saman hjá United á sínum tíma.
Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney náðu vel saman hjá United á sínum tíma. Nordic photos/AFP

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur fundið sig vel með Real Madrid og skorað níu mörk í sjö leikjum til þessa með félaginu eftir 80 milljón punda félagaskiptin frá Manchester United í sumar.

Ronaldo viðurkennir þó að hann sakni þess að spila með Wayne Rooney og vonast hreinlega til þess að sjá hann ganga í raðir Real Madrid í framtíðinni.

„Rooney yrði frábær ef hann kæmi til Real Madrid. Hann hefur tæknina og metnaðinn til þess að gera góða hluti á Spáni, það er engin spurning. Hann hefur sýnt það með spilamennsku sinni í ensku deildinni undanfarin ár að hann er með bestu leikmönnum heims.

Ég veit það hins vegar að það þyrfti mikið til að fá hann til þess að yfirgefa England þar sem hann elskar landið og Manchester United auk þess að vera Liverpool-borgar strákur út í gegn. Maður veit samt aldrei hvað gerist í framtíðinni," segir Ronaldo í viðtali við The Sun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×