Enski boltinn

Owen formlega genginn í raðir Manchester United

Ómar Þorgeirsson skrifar
Michael Owen.
Michael Owen. Nordic photos/Getty images

Englandsmeistarar Manchester United hafa staðfest félagsskipti framherjans Michael Owen til félagsins en hann kemur þangað á frjálsri sölu frá Newcastle.

Félagsskipti hins 29 ára gamla leikmanns hafa vakið mikla athygli enda gerði hann garðinn frægann með erkifjendunum í Liverpool á sínum tíma.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig og ég ætla mér að grípa það með báðum höndum. Ég vill þakka Sir Alex fyrir að hafa trú á mér og ég vonast til þess að þakka fyrir mig með mörkum og góðri frammistöðu fyrir félagið," segir Owen í samtali við Sky Sports fréttastofuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×