Enski boltinn

Barton vill vera áfram hjá Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joey Barton eftir að hann fékk rauða spjaldið örlagaríka gegn Liverpool.
Joey Barton eftir að hann fékk rauða spjaldið örlagaríka gegn Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Joey Barton segist gjarnan vilja vera áfram í herbúðum Newcastle og hjálpa félaginu að endurheimta sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Barton lenti saman við Alan Shearer, stjóra Newcastle, undir lok síðasta tímabils og var því talið líklegt að Barton væri á leið frá félaginu. Hefur hann til að mynda verið orðaður við Blackburn.

En sjálfur segist hann vilja vera áfram hjá Newcastle. „Ég veit ekki hvað mun gerast hjá félaginu eða stjóranum í sumar. Ég hlakka bara til að koma aftur. Ég vil vera áfram og hjálpa Newcastle að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildin."

„Ef Alan Shearer vill sjálfur halda áfram og vill ekki að ég verði áfram þá er ekkert sem ég get gert í því. En ég ætla að halda mér í sem bestu formi og vera undirbúinn fyrir hvað sem er."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×