Enski boltinn

Mark Ármanns Smára dugði skammt á móti Leeds

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ármann Smári Björnsson í landsleik.
Ármann Smári Björnsson í landsleik. Mynd/AFP

Þriðja mark Ármanns Smára Björnssonar á tímabilinu kom Hartlepool í 1-0 á útivelli á móti toppliði Leeds United en var ekki nóg til að skila Hartlepool stigi í 3-1 tapi í ensku C-deildinni í dag.

Ármann Smári kom Hartlepool í 1-0 með skalla á fjærstöng á 25. mínútu leiksins en öll mörkin hans fyrir Hartlepool hafa komið í fyrri hálfleik. Ármann Smári lék allan leikinn og nældi sér einnig í gult spjald.

Jermaine Beckford jafnaði leikinn þrettán mínútum eftir mark Ármanns og Luciano Becchio kom Leeds í 2-1 í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Beckford innsiglaði síðan sigurinn og sex stiga forskot Leeds á toppnum með öðru marki sínu í seinni hálfleik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×