Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 1. október 2025 21:55 Valur vann gríðarlega sterkan sigur á Keflavík í kvöld. Anton Brink/Vísir Keflavík tók á móti Val í afar áhugaverðum leik í fyrstu umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta, í Blue-höllinni í Reykjanesbæ. Keflavík leiddi lungað úr leiknum en misstu svo niður forystuna í fjórða leikhluta þar sem Valur lék á alls oddi og stálu sigrinum 79-88. Valur tók uppkastið og byrjaði af krafti. Dagbjört Dögg Karlsdóttir setti fyrstu stig leiksins og Valskonur skoruðu fyrstu níu stig leiksins áður en Hörður Axel Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur sá sig knúin til þess að taka leikhlé til þess að skerpa á sínu liði. Þetta leikhlé kveikti í Keflavíkurliðinu sem hrukku í gang og voru fljótar að vinna niður þetta forskot sem Valsliðið hafði unnið sér upp. Áður en langt um leið var Keflavík búið að snúa leiknum sér í vil. Anna Lára Vignisdóttir kom Keflavik yfir 13-11 með góðu skoti undir körfunni. Keflavík kláraði leikhlutann vel og leiddu eftir fyrsta leikhluta 22-20. Keflavík herti tökin í öðrum leikhluta og léku á alls oddi. Keflavík var að setja niður erfið stig á meðan ekkert virtist ganga upp hjá Val. Jamil Abiad tók leikhlé til að fara yfir hvað betur mætti fara og kom smá kraftur í Val eftir það. Þær náðu að jafna leikinn 32-32 en þá tók Keflavík aftur öll völd á vellinum og skoruðu næstu níu stig til að fara með 41-32 forystu inn í hálfleik. Reshawna Stone var öflug í seinni hálfleikAnton Brink/Vísir Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri endaði. Keflavík voru kraftmeiri og juku forskot sitt hægt og rólega. Þær náðu að komast í fimmtán stiga forskot áður en Valsliðið kom til. Dagbjört Dögg Karlsdóttir setti þá mikilvægan þrist fyrir Val og Valur setti sjö stig í röð. Keflavík komst aftur á smá skrið en Valsliðið gaf ekkert eftir og áttu frábæran sprett í restina. Valsliðið náði að minnka forskot Keflavíkur niður í fjögur stig og var staðan 62-58 eftir þriðja leikhluta. Valur skrúfaði upp hitann í upphafi fjórða leikhluta og þær gerðu sig líklega til að hlaupa yfir Keflavík. Valur snéri leiknum algjörlega við og voru komnar með átta stiga forystu um miðbik leikhlutans. Úr leik Keflavíkur og Vals í kvöld.Anton Brink/Vísir Það mátti sjá klár þreytumerki á liði Keflavíkur eftir því sem á leið og þrátt fyrir stórkostlega frammistöðu frá Söru Rún Hinriksdóttur sem setti 37 stig í kvöld þá var það bara ekki nóg fyrir stelpurnar á Suðurnesjunum sem urðu að lokum að sætta sig við níu stiga tap 79-88. Atvik leiksins Reshawna Stone opnaði fjórða leikhluta með risastórum þrist og maður sá hvað það gaf Valsliðinu mikið. Þær gengu á lagið og hlupu yfir Keflavík í fjórða leikhluta. Stjörnur og skúrkar Dagbjört Dögg Karlsdóttir var frábær í liði Vals. Setti mikilvægar körfur á lykil augnablikum. Hún endaði með 22 stig í liði Vals. Reshawna Stone byrjaði hægt en vann sig heldur betur vel inn í leikinn. Hún endaði stigahæst í liði Vals með 22 stig. Sara Rún Hinriksdóttir var öflug að vanda í liði Keflavíkur. Frábær leikmaður í alla staði og sýndi það hér í kvöld. Skoraði 37 stig fyrir Keflavík. Anna Lára Viginsdóttir var svo drjúg fyrir Keflavík lengst af í kvöld. Var að sækja erfið stig oft undir körfunni eða á vítalínunni. DómararnirDavíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Rúnar Lárusson og Daníel Steingrímsson voru á flautunni í kvöld. Heilt yfir fannst mér þeir vera með góð tök á leiknum og komust bara vel frá sínu.Stemingin og umgjörðFyrsti leikur haustsins hér í Blue höllinni. Fínasta mæting hér í Keflavík og þá sérstaklega Keflavíkur meginn í stúkunni, vantaði svolítið Vals meginn. Umgjörðin í Keflavík er svo alltaf frábær og til fyrirmyndar. ViðtölHörður Axel Vilhjálmsson fer yfir málin með sínu liðiAnton Brink/Vísir„Við þurfum að fjölga mínútunum sem við spilum vel“„Svekkjandi og ekki svekkjandi. Við spiluðum bara gegn virkilega góðu liði hérna í kvöld“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur eftir leik.„Við spiluðum vel í kannski 33-34 mínútur hér í kvöld en það var ekki nóg. Við þurfum að fjölga mínútunum sem við spilum vel og spilum af krafti eftir því sem líður á tímabilið“Keflavík leiddi lungað úr leiknum en misstu leikinn frá sér í fjórða leikhluta. Það mátti sjá þreytumerki á liði Keflavíkur undir restina.„Við erum vanar að spila tíu og erum að rótera átta núna. Við erum að pressa með háu tempói og erum í miklum hasar þannig að hugsanlega já. Það er ekki eitthvað sem að við viljum skrifa þetta tap á. Við eigum að vera í nógu góðu formi til þess að spila einn körfuboltaleik í 40 mínútur“„Auðvitað komum við hérna til þess að vinna leikinn og ætluðum okkur að vinna en á sama tíma þá hitta þær mjög vel í fjórða leikhluta og kannski varnarleikurinn okkar að rótera ekki alveg nógu vel. Það er eitthvað sem við þurfum að fara yfir hvernig við viljum rótera og hverjar við viljum að séu að taka skotin í hinu liðinu“Keflavík spilaði á Íslensku liði í kvöld en Hörður Axel veit ekki hvenær útlendingarnir verða með leikheimild og geta spilað með liðinu.„Ég verð með útlendinga þegar líður á. Hvenær þær koma veit ég ekki“ Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Valur
Keflavík tók á móti Val í afar áhugaverðum leik í fyrstu umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta, í Blue-höllinni í Reykjanesbæ. Keflavík leiddi lungað úr leiknum en misstu svo niður forystuna í fjórða leikhluta þar sem Valur lék á alls oddi og stálu sigrinum 79-88. Valur tók uppkastið og byrjaði af krafti. Dagbjört Dögg Karlsdóttir setti fyrstu stig leiksins og Valskonur skoruðu fyrstu níu stig leiksins áður en Hörður Axel Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur sá sig knúin til þess að taka leikhlé til þess að skerpa á sínu liði. Þetta leikhlé kveikti í Keflavíkurliðinu sem hrukku í gang og voru fljótar að vinna niður þetta forskot sem Valsliðið hafði unnið sér upp. Áður en langt um leið var Keflavík búið að snúa leiknum sér í vil. Anna Lára Vignisdóttir kom Keflavik yfir 13-11 með góðu skoti undir körfunni. Keflavík kláraði leikhlutann vel og leiddu eftir fyrsta leikhluta 22-20. Keflavík herti tökin í öðrum leikhluta og léku á alls oddi. Keflavík var að setja niður erfið stig á meðan ekkert virtist ganga upp hjá Val. Jamil Abiad tók leikhlé til að fara yfir hvað betur mætti fara og kom smá kraftur í Val eftir það. Þær náðu að jafna leikinn 32-32 en þá tók Keflavík aftur öll völd á vellinum og skoruðu næstu níu stig til að fara með 41-32 forystu inn í hálfleik. Reshawna Stone var öflug í seinni hálfleikAnton Brink/Vísir Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri endaði. Keflavík voru kraftmeiri og juku forskot sitt hægt og rólega. Þær náðu að komast í fimmtán stiga forskot áður en Valsliðið kom til. Dagbjört Dögg Karlsdóttir setti þá mikilvægan þrist fyrir Val og Valur setti sjö stig í röð. Keflavík komst aftur á smá skrið en Valsliðið gaf ekkert eftir og áttu frábæran sprett í restina. Valsliðið náði að minnka forskot Keflavíkur niður í fjögur stig og var staðan 62-58 eftir þriðja leikhluta. Valur skrúfaði upp hitann í upphafi fjórða leikhluta og þær gerðu sig líklega til að hlaupa yfir Keflavík. Valur snéri leiknum algjörlega við og voru komnar með átta stiga forystu um miðbik leikhlutans. Úr leik Keflavíkur og Vals í kvöld.Anton Brink/Vísir Það mátti sjá klár þreytumerki á liði Keflavíkur eftir því sem á leið og þrátt fyrir stórkostlega frammistöðu frá Söru Rún Hinriksdóttur sem setti 37 stig í kvöld þá var það bara ekki nóg fyrir stelpurnar á Suðurnesjunum sem urðu að lokum að sætta sig við níu stiga tap 79-88. Atvik leiksins Reshawna Stone opnaði fjórða leikhluta með risastórum þrist og maður sá hvað það gaf Valsliðinu mikið. Þær gengu á lagið og hlupu yfir Keflavík í fjórða leikhluta. Stjörnur og skúrkar Dagbjört Dögg Karlsdóttir var frábær í liði Vals. Setti mikilvægar körfur á lykil augnablikum. Hún endaði með 22 stig í liði Vals. Reshawna Stone byrjaði hægt en vann sig heldur betur vel inn í leikinn. Hún endaði stigahæst í liði Vals með 22 stig. Sara Rún Hinriksdóttir var öflug að vanda í liði Keflavíkur. Frábær leikmaður í alla staði og sýndi það hér í kvöld. Skoraði 37 stig fyrir Keflavík. Anna Lára Viginsdóttir var svo drjúg fyrir Keflavík lengst af í kvöld. Var að sækja erfið stig oft undir körfunni eða á vítalínunni. DómararnirDavíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Rúnar Lárusson og Daníel Steingrímsson voru á flautunni í kvöld. Heilt yfir fannst mér þeir vera með góð tök á leiknum og komust bara vel frá sínu.Stemingin og umgjörðFyrsti leikur haustsins hér í Blue höllinni. Fínasta mæting hér í Keflavík og þá sérstaklega Keflavíkur meginn í stúkunni, vantaði svolítið Vals meginn. Umgjörðin í Keflavík er svo alltaf frábær og til fyrirmyndar. ViðtölHörður Axel Vilhjálmsson fer yfir málin með sínu liðiAnton Brink/Vísir„Við þurfum að fjölga mínútunum sem við spilum vel“„Svekkjandi og ekki svekkjandi. Við spiluðum bara gegn virkilega góðu liði hérna í kvöld“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur eftir leik.„Við spiluðum vel í kannski 33-34 mínútur hér í kvöld en það var ekki nóg. Við þurfum að fjölga mínútunum sem við spilum vel og spilum af krafti eftir því sem líður á tímabilið“Keflavík leiddi lungað úr leiknum en misstu leikinn frá sér í fjórða leikhluta. Það mátti sjá þreytumerki á liði Keflavíkur undir restina.„Við erum vanar að spila tíu og erum að rótera átta núna. Við erum að pressa með háu tempói og erum í miklum hasar þannig að hugsanlega já. Það er ekki eitthvað sem að við viljum skrifa þetta tap á. Við eigum að vera í nógu góðu formi til þess að spila einn körfuboltaleik í 40 mínútur“„Auðvitað komum við hérna til þess að vinna leikinn og ætluðum okkur að vinna en á sama tíma þá hitta þær mjög vel í fjórða leikhluta og kannski varnarleikurinn okkar að rótera ekki alveg nógu vel. Það er eitthvað sem við þurfum að fara yfir hvernig við viljum rótera og hverjar við viljum að séu að taka skotin í hinu liðinu“Keflavík spilaði á Íslensku liði í kvöld en Hörður Axel veit ekki hvenær útlendingarnir verða með leikheimild og geta spilað með liðinu.„Ég verð með útlendinga þegar líður á. Hvenær þær koma veit ég ekki“