Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2025 07:00 Gengur ekkert upp. EPA/PETER POWELL Mark Ogden, blaðamaður ESPN, segir Ruben Amorim vera orðinn uppiskroppa með afsakanir fyrir slöku gengi Manchester United. Það hefur heldur betur gengið illa hjá Man United síðan Amorim tók við í nóvember á síðasta ári. Raunar má segja að það hafi gengið skelfilega enda var liðið nær því að falla á síðustu leiktíð en að blanda sér í toppbaráttuna. Sömu sögu er að segja af núverandi tímabili. Ogden ritar langa pistil á vef ESPN þar sem hann ræðir hið eilífa þrætuepli sem 3-4-2-1 leikkerfi Amorim er. Eins ótrúlegt og það hljómar virðist sem stjórn Rauðu djöflanna standi enn við Amorim en eins og Ogden bendir á eru þjálfarar dæmdir af úrslitum. Tapið gegn Brentford um liðna helgi var 17 tap Man Utd í 33 leikjum undir stjórn Amorim. Í þessum 33 leikjum hefur liðið aðeins fengið 34 stig. Portúgalinn hefur aðeins unnið 27,3 prósent leikja sinna í ensku úrvalsdeildinni til þessa sem gerir hann að slakasta þjálfara liðsins í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, ef eingöngu er horft í úrslit leikja. David Moyes var á sínum tíma rekinn eftir tíu mánuði í starfi með 50 prósent sigurhlutfall. Ralf Rangnick, sem átti ekki sjö dagana sæla á Old Trafford, var með 41,6 prósent sigurhlutfall. Þegar gengi Man United undir stjórn Amorim í öllum keppnum er sagan enn sú sama. Liðið hefur tapað (21) fleiri leikjum en það hefur unnið (19) og þá hefur liðið skorað jafn mörg og það hefur fengið á sig (95). Í úrvalsdeildinni hefur liðið hins vegar aðeins skorað 39 í 33 leikjum en fengið 53 á sig. Þá hefur liðið aldrei unnið tvo leiki í röð og jafnframt ekki unnið útileik síðan það vann Leicester City, sem féll, 3-0 í mars síðastliðnum. Svo má ekki gleyma að Grimsbo Town sló Man Utd út úr deildarbikarnum fyrr á þessari leiktíð. Ogden endar grein sína á að nefna fjölda mögulegra eftirmanna. Ásamt Xavi, fyrrverandi þjálfara Barcelona eru Gareth Southgate, Oliver Glasner (Crystal Palace), Fabian Hürzeler (Brighton & Hove Albion) og Andoni Iraola (Bournemouth) allir á lista. Næsti leikur Man United verður sá 50. með Amorim við stjórnvölinn. Mögulega verður það einnig sá síðasta. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira
Það hefur heldur betur gengið illa hjá Man United síðan Amorim tók við í nóvember á síðasta ári. Raunar má segja að það hafi gengið skelfilega enda var liðið nær því að falla á síðustu leiktíð en að blanda sér í toppbaráttuna. Sömu sögu er að segja af núverandi tímabili. Ogden ritar langa pistil á vef ESPN þar sem hann ræðir hið eilífa þrætuepli sem 3-4-2-1 leikkerfi Amorim er. Eins ótrúlegt og það hljómar virðist sem stjórn Rauðu djöflanna standi enn við Amorim en eins og Ogden bendir á eru þjálfarar dæmdir af úrslitum. Tapið gegn Brentford um liðna helgi var 17 tap Man Utd í 33 leikjum undir stjórn Amorim. Í þessum 33 leikjum hefur liðið aðeins fengið 34 stig. Portúgalinn hefur aðeins unnið 27,3 prósent leikja sinna í ensku úrvalsdeildinni til þessa sem gerir hann að slakasta þjálfara liðsins í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, ef eingöngu er horft í úrslit leikja. David Moyes var á sínum tíma rekinn eftir tíu mánuði í starfi með 50 prósent sigurhlutfall. Ralf Rangnick, sem átti ekki sjö dagana sæla á Old Trafford, var með 41,6 prósent sigurhlutfall. Þegar gengi Man United undir stjórn Amorim í öllum keppnum er sagan enn sú sama. Liðið hefur tapað (21) fleiri leikjum en það hefur unnið (19) og þá hefur liðið skorað jafn mörg og það hefur fengið á sig (95). Í úrvalsdeildinni hefur liðið hins vegar aðeins skorað 39 í 33 leikjum en fengið 53 á sig. Þá hefur liðið aldrei unnið tvo leiki í röð og jafnframt ekki unnið útileik síðan það vann Leicester City, sem féll, 3-0 í mars síðastliðnum. Svo má ekki gleyma að Grimsbo Town sló Man Utd út úr deildarbikarnum fyrr á þessari leiktíð. Ogden endar grein sína á að nefna fjölda mögulegra eftirmanna. Ásamt Xavi, fyrrverandi þjálfara Barcelona eru Gareth Southgate, Oliver Glasner (Crystal Palace), Fabian Hürzeler (Brighton & Hove Albion) og Andoni Iraola (Bournemouth) allir á lista. Næsti leikur Man United verður sá 50. með Amorim við stjórnvölinn. Mögulega verður það einnig sá síðasta.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira