Enski boltinn

Didier Drogba: Frábært að enda tímabilið svona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Droga með enska bikarinn.
Didier Droga með enska bikarinn. Mynd/GettyImages

Didier Drogba hélt uppi venju sinni að skora í öllum úrslitaleikjum fyrir Chelsea þegar hann jafnaði bikarúrslitaleikinn á móti Everton í dag en Frank Lampard tryggði Chelsea síðan 2-1 sigur í seinni hálfleik. Drogba hefur nú skorað í öllum fimm úrslitaleikjum sem hann hefur spilað á Englandi.

„Það er frábært að skora í úrslitaleik og sérstaklega ef þú vinnur leikinn. Ég er mjög ánægður og það er frábært að enda tímabilið svona. Við lögðum mikið á okkur til að vinna að minnsta kosti einn bikar," sagði Drogba.

„Við áttum í smá vandræðum í upphafi leiks og þeir skoruðu flott mark. Okkar styrkleiki hefur alltaf verið að trúa á okkar hæfileika og á okkur sjálfa. Við spilum með miklu sjálfstrausti og þess vegna náðum við að snúa þessum leik við," sagði Drogba.

Drogba hrósaði mikið Florent Malouda sem átti góðan leik á vinstri vængnum og lagði meðal annars upp markið hans. „Þetta mark kemur frá Guigamp," sagði Drogba en þar léku þeir félagar einu sinni saman. „Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd og hann hefur verið frábær á endasprettinum á tímabilinu," sagði Drogba um Malouda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×