Enski boltinn

Adebayor dæmdur í þriggja leikja bann

Ómar Þorgeirsson skrifar
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor. Nordic photos/AFP

Framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Manchester City hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að traðka á hausnum á Robin van Persie hjá Arsenal í leik liðanna á dögunum.

Adebayor var einnig ákærður fyrir að ögra aðdáendum Arsenal með fagni beint fyrir framan þá eftir að hann hafði skorað þriðja mark City í 4-2 sigrinum.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins mun hins vegar taka það mál fyrir seinna og gæti framherjinn því átt von á enn lengra banni verði hann einnig fundinn sekur þar.

Adebayor missir því í það minnsta af leikjum gegn Manchester United og West Ham í úrvalsdeildinni og leik gegn Fulham í deildarbikarnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×