Enski boltinn

Chelsea hafnaði boði City í Terry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry, leikmaður Chelsea.
John Terry, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Chelsea hefur greint frá því að félagið hafi í annað skipti hafnað tilboði frá Manchester City í John Terry.

Chelsea birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem greint var frá þessu. Einnig að félagið hafi sömuleiðis hafnað tilboði sem barst í fyrra.

„Við gerðum það ljóst að við myndum ekki einu sinni ræða þetta mál," sagði í yfirlýsingunni. „John er ekki til sölu."

Terry hefur verið á mála hjá Chelsea í tólf ár og komið við sögu í 405 leikjum með félaginu. Í þeim hefur hann skorað 35 mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×