Enski boltinn

Dimitar Berbatov ekki á förum frá Manchester United

Ómar Þorgeirsson skrifar
Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov. Nordic photos/Getty images

Umboðsmaður Dimitar Berbatov hefur undirstrikað að búlgarski landsliðsmaðurinn hafi fullan hug á því að vera áfram í herbúðum Englandsmeistara Manchester United á næstu leiktíð.

Sögusagnir voru á kreiki í breskum fjölmiðlum í dag um að United myndi reyna að selja Berbatov í sumar eftir að framherjinn, sem kostaði 30,75 milljón pund, skoraði aðeins níu mörk í deildinni á síðustu leiktíð.

„Þrátt fyrir þessar sögusagnir þá vill ég ítreka það að Dimitar mun leika með United á næstu leiktíð. Þjálfaralið United vill halda honum og hann vill vera áfram og vinna það sem hann náði ekki að vinna á þessarri leiktíð," segir Emil Dantchev umboðsmaður framherjans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×