Fótbolti

Liverpool getur keypt þrátt fyrir mikið tap eigenda félagsins

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Tap eigenda Liverpool á síðasta tímabili hefur engin áhrif á fjarsjóðskistu Rafael Benítez, stjóra félagsins. Eigendurnir, Tom Hicks og George Gillett, töpuðu um 42 milljónum punda á síðasta ári.

Félagið sjálft hagnaðist raunar um tíu milljónir punda á síðasta tímabili og er í minnstum skuldum af stóru fjóru félögunum.

Óljóst er hversu mikið Benítez getur eytt en hans helsta áhyggjuefni er áhugi Real Madrid á David Silva, leikmanninum sem á að vera stærstu kaup sumarsins á Anfield. Það er líklegt til að hækka verðið á kappanum.

Chelsea ku einnig hafa augastað á hægri bakverðinum Glen Johnson, líkt og Benítez.

Sjá einnig:

Risatap eigenda Liverpool




Fleiri fréttir

Sjá meira


×