Fótbolti

Þjálfari Hollands líkir varnarleik þess við Barcelona

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Bert van Marwijk.
Bert van Marwijk. Nordicphotos/GettyImages
Bert van Marwijk líkir varnarleik hollenska landsliðsins við varnarleik Barcelona. Byrjunarlið Hollendinga hefur ekki verið tilkynnt en líklegt lið má sjá hér fyrir neðan.

„Við erum með þéttara lið núna þar sem leikmenn nýta sér það að tala við aðstoðarmennina þegar þeir eru inni á vellinum," sagði Marwijk en leikur Íslands og Hollands hefst eftir rúma klukkustund.

„Við erum að verjast eins og heilt lið, eins og besta lið í heimi Barcelona gerir. Það gerir liðið mun þéttara og það er ekki jafn viðkvæmt og oft áður," sagði þjálfarinn.



Líklegt byrjunarlið Hollands:

Maarten Stekelenburg; John Heitinga, Andre Ooijer, Joris Mathijsen, Giovanni van Bronckhorst; Dirk Kuyt, Mark van Bommel, Robin van Persie, Nigel de Jong, Arjen Robben; Klaas Jan Huntelaar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×