Fótbolti

Kristinn dæmdi vel í sigri Englands

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Theo Walcott í leiknum í dag.
Theo Walcott í leiknum í dag. Nordicphotos/GettyImages

England vann öruggan sigur á Kazakhstan í undankeppni HM í dag og er nánast öruggt um sæti í Suður-Afríku. Gareth Barry, Emile Heskey, Wayne Rooney og Frank Lampard skoruðu mörkin í 4-0 sigri.

Kristinn Jakobsson dæmdi leikinn og það vel. Sigurður Þorleifsson og Ólafur Guðfinnsson voru með flöggin og Jóhannes Valgeirsson fjórði dómari.

Ólafur dæmdi réttilega mark af heimamönnum í Kazakhstan í fyrri hálfleik. Heimamenn voru raunar betri fyrsta hálftímann áður en Barry skallaði sendingu Steven Gerrards í netið.

Gerrard átti svo sendingu sem fór í varnarmann og stefndi í markið, markmaðurinn sló boltann út og Heskey ýtti boltanum yfir línuna á lokamínútu fyrri hálfleiks. Staðan 2-0 í hálfleik.

Rooney bætti við marki á 72. mínútu og Kristinn dæmdi svo réttilega víti þegar Heskey var tosaður niður í teignum. Lampard skoraði örugglega úr vítinu.

England er með fullt hús stiga í sjötta riðli en Króatía og Úkraína berjast um annað sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×