Enski boltinn

Birmingham á eftir Ferguson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Barry Ferguson.
Barry Ferguson.

Alex McLeish, knattspyrnustjóri Birmingham, er með skoska miðjumanninn Barry Ferguson á óskalista sínum í sumar.

McLeish þjálfaði Ferguson hjá Glasgow Rangers og vill ólmur fá hann aftur í sitt lið.

Ferguson er væntanlega á förum frá Rangers en hann var sektaður fyrir fylleríið fræga á síðasta tímabili. Fyrirliðabandið var þess utan tekið af honum.

Hann á aðeins tólf mánuði eftir af samningi sínum þannig að Rangers er áhugasamt um að fá pening fyrir hann í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×