Enski boltinn

Félagsskipti Ronaldo loks að ganga í gegn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Nordic photos/Getty images

Real Madrid og Manchester United sendu frá sér yfirlýsingar á opinberum heimasíðum sínum í kvöld um að félagsskipti Portúgalans Cristiano Ronaldo á 80 milljón pund séu við það að ganga í gegn.

Gengið verður formlega frá málunum 1. júlí næstkomandi og Ronaldo verður kynntur stuðningsmönnum Real Madrid 6. júlí.

„Ronaldo mun skrifa sex ára samning við Real Madrid," segir á heimasíðu Real Madrid.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×