Enski boltinn

Southgate: Þetta er sorgardagur

Nordic Photos/Getty Images

Gareth Southgate stjóri Middlesbrough var að vonum daufur í dálkinn eftir að lið hans féll úr ensku úrvalsdeildinni eftir ellefu ára veru á meðal þeirra bestu.

Mikil meiðsli gerðu Boro erfitt fyrir á síðustu vikum tímabilsins þar sem allt að átta fastamenn voru í meiðslum, en Southgate neitaði að kenna því um ófarir liðsins.

"Við erum ekki búnir að vera nógu góðir á leiktíðinni og við verðum að byrja að reisa liðið við strax á morgun. Þetta er sorgardagur fyrir félagið, en ég trúi því að ég hafi það sem til þarf til að koma því upp í úrvalsdeildina aftur," sagði Southgate






Fleiri fréttir

Sjá meira


×