Sigríður Ingibjörg í framboð fyrir Samfylkingu 19. febrúar 2009 17:45 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ætlar að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í yfirlýsingu frá Sigríði segist hún vilja taka þátt í að móta farsælt og sterkt jafnaðar- og lýðræðissamfélag sem einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum, jafnrétti og sanngirni að norrænni fyrirmynd. „Þetta eru mín leiðarljós um leið og ég hafna leið sérhagsmuna, einkavinavæðingar og hjarðhegðunar sem ógna lýðræði og faglegum vinnubrögðum," segir Sigríður meðal annars. Hún segir stjórnmálaskoðanir sínar hafa mótast af þátttöku í starfi Kvennalistans og Samfylkingarinnar, störfum fyrir ASÍ og Félags- og tryggingamálaráðuneytið og kynnum sínum af sænsku samfélagi. „Þar bjó ég í sex ár og lauk magisterprófi í hagfræði frá Uppsalaháskóla eftir að hafa lokið B.A. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Sem varaformaður Samfylkingarinnar í Reykjavík hef ég tekið þátt í öflugu grasrótarstarfi undanfarin ár. Á þeim vettvangi hef ég skynjað styrk hins almenna flokksmanns sem gat ekki liðið leyndarhyggju, spillingu og verkkvíða fyrrum samstarfsflokks Samfylkingarinnar." Hún segir hrun bankakerfisins með tilheyrandi efnahagskreppu hafa leitt til óánægju almennings og vantrausts á stjórnmálamönnum og stjórnsýslu landsins. „Við þessu þarf flokkurinn að bregðast með víðtækri uppstokkun og endurnýjun, jafnt á fólki sem starfsháttum. Ég hef alltaf leitast við að vera trú sannfæringu minni og þann 9. október 2008 sagði ég mig úr bankaráði Seðlabanka Íslands eftir að hafa skorað á bankastjórana að víkja. Markmið mitt var og er að bankinn endurheimti traust eftir hrun fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins. Í kjölfarið hvatti ég einnig til að stokkað væri upp í Fjármálaeftirliti og ríkisstjórn og að gengið yrði til kosninga." Að lokum segist hún hafa fengið fjölda áskorana og eftir vandlega íhugun hafi hún ákveðið að bjóða fram krafta sína til þessa mikilvæga verkefnis. „Í prófkjöri gefst flokksmönnum einstakt tækifæri til að endurnýja flokkinn, styrkja stöðu hans og endurvinna traust kjósenda." Sigríður er 40 ára, gift Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi. Hún á fjögur börn á aldrinum 3ja til 17 ára. Kosningar 2009 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ætlar að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í yfirlýsingu frá Sigríði segist hún vilja taka þátt í að móta farsælt og sterkt jafnaðar- og lýðræðissamfélag sem einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum, jafnrétti og sanngirni að norrænni fyrirmynd. „Þetta eru mín leiðarljós um leið og ég hafna leið sérhagsmuna, einkavinavæðingar og hjarðhegðunar sem ógna lýðræði og faglegum vinnubrögðum," segir Sigríður meðal annars. Hún segir stjórnmálaskoðanir sínar hafa mótast af þátttöku í starfi Kvennalistans og Samfylkingarinnar, störfum fyrir ASÍ og Félags- og tryggingamálaráðuneytið og kynnum sínum af sænsku samfélagi. „Þar bjó ég í sex ár og lauk magisterprófi í hagfræði frá Uppsalaháskóla eftir að hafa lokið B.A. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Sem varaformaður Samfylkingarinnar í Reykjavík hef ég tekið þátt í öflugu grasrótarstarfi undanfarin ár. Á þeim vettvangi hef ég skynjað styrk hins almenna flokksmanns sem gat ekki liðið leyndarhyggju, spillingu og verkkvíða fyrrum samstarfsflokks Samfylkingarinnar." Hún segir hrun bankakerfisins með tilheyrandi efnahagskreppu hafa leitt til óánægju almennings og vantrausts á stjórnmálamönnum og stjórnsýslu landsins. „Við þessu þarf flokkurinn að bregðast með víðtækri uppstokkun og endurnýjun, jafnt á fólki sem starfsháttum. Ég hef alltaf leitast við að vera trú sannfæringu minni og þann 9. október 2008 sagði ég mig úr bankaráði Seðlabanka Íslands eftir að hafa skorað á bankastjórana að víkja. Markmið mitt var og er að bankinn endurheimti traust eftir hrun fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins. Í kjölfarið hvatti ég einnig til að stokkað væri upp í Fjármálaeftirliti og ríkisstjórn og að gengið yrði til kosninga." Að lokum segist hún hafa fengið fjölda áskorana og eftir vandlega íhugun hafi hún ákveðið að bjóða fram krafta sína til þessa mikilvæga verkefnis. „Í prófkjöri gefst flokksmönnum einstakt tækifæri til að endurnýja flokkinn, styrkja stöðu hans og endurvinna traust kjósenda." Sigríður er 40 ára, gift Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi. Hún á fjögur börn á aldrinum 3ja til 17 ára.
Kosningar 2009 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira