Innlent

Sigurjón Þ. hættur kennslu í HR

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans og nú fyrrum kennari.
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans og nú fyrrum kennari.
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, kemur ekki til með að kenna við Háskólann í Reykjavík á komandi vetri. Eftir hrun hóf hann þar kennslu í ákveðnu námskeiði í verkfræði, en samkvæmt Jóhanni Hlíðari Harðarsyni, upplýsingafulltrúa Háskólans, stóð aldrei til að hann kenndi meira.

„Hann var aldrei fastur starfsmaður við HR heldur stundakennari eins og hátt á annað hundrað manna úr atvinnulífinu sem koma inn í stundakennslu við HR á hverju ári," segir í svari Jóhanns við fyrirspurn fréttastofu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.