Enski boltinn

Newcastle líka á eftir Veloso

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Miguel Veloso í leik með portúgalska landsliðinu.
Miguel Veloso í leik með portúgalska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Newcastle mun hafa áhuga á að kaupa miðvallarleikmanninn Miguel Veloso frá Sporting Lissabon samkvæmt heimildum fréttastofu BBC.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Bolton væri á eftir Veloso og þá hefur umboðsmaður hans, Paulo Barbosa, sagt að Manchester City hafi einnig áhuga á honum.

Félagaskiptaglugginn lokar í upphafi næstu viku og þarf því að hafa hraðar hendur. Talið er að Sporting vilji fá tólf milljónir punda fyrir hann en sjálfur hefur Veloso sagt að hann sé ánægður í Portúgal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×