Enski boltinn

Ancelotti segir það ekki nauðsynlegt að kaupa leikmenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Nordic Photos / AFP
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að það sé ekki nauðsynlegt fyrir félagið að kaupa nýja leikmenn þegar félagaskiptaglugginn opnar um næstu áramót.

FIFA var búið að setja Chelsea í kaupbann í átján mánuði en alþjóðlegur áfrýjunardómstóll íþróttamála, CAS, komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að fresta ætti banninu þar sem Chelsea hefur áfrýjað málinu og beðið er eftir niðurstöðu úr því ferli.

Ancelotti segist vera ánægður með sinn leikmannahóp, jafnvel þótt að hann missi fjóra leikmenn í janúar á meðan að Afríkukeppnin fer fram.

„Það er ekki nauðsynlegt að bæta við leikmannahópinn eins og er," sagði Ancelotti og nýr framkvæmdarstjóri Chelsea, Ron Gourlay, tók í svipaðan streng.

„Við höfum ekki verið þekktir fyrir að eyða háum fjárhæðum í janúarglugganum. En ef leikmaður sem við höfum áhuga á stendur okkur til boða er til peningur fyrir leikmannakaup."

Chelsea hefur helst verið orðað við Sergio Aguero, leikmann Atletico Madrid og Marek Hamsik hjá Napoli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×