Enski boltinn

Chelsea að landa Aguero á 50 milljónir punda?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sergio Aguero.
Sergio Aguero. Nordic photos/AFP

Samkvæmt vefmiðlinum ESPN Soccernet er Chelsea í viðræðum við Atletico Madrid um kaup á framherjanum Sergio Aguero og munu félögin þegar vera búin að ná sáttum um kaupverð upp á 50 milljónir punda.

Nokkur ljón munu þó enn vera í vegi fyrir því að félagaskiptin gangi í gegn en mjög líklegt þykir að þau mál verði öll leyst fyrir lok félagaskiptagluggans í lok janúar.

Chelsea reyndi að fá Argentínumanninn síðasta sumar en þá vildi spænska félagið ekki víkja frá 60 milljón punda verðmiða sínum á leikmanninn.

Ef marka má frásögn ESPN Soccernet þá mun Aguero verða einn launahæsti leikmaður heims með laun sem gætu slagað upp í 250 þúsund pund á viku á lokaári hans á fyrirhuguðum sex ára samningi við Lundúnafélagið.

Robinho er dýrasti leikmaður sem enskt félag hefur keypt til þessa en hann kostaði Manchester City 32,5 milljónir punda í september í fyrra og því ljóst að kaup Chelsea á Aguero myndu rústa því meti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×