Enski boltinn

Hart þögull um framtíð sína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Hart, knattspyrnustjóri Portsmouth.
Paul Hart, knattspyrnustjóri Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images
Paul Hart, knattspyrnustjóri Portsmouth, vildi lítið segja um framtíð sína hjá félaginu eftir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Portsmouth tapaði fyrir Wigan, 1-0, í gær en Hart tók við starfinu af Tony Adams eftir að hann var rekinn í janúar síðastliðnum.

„Ég mun núna fara heim og líta yfir farinn veg. Það kemur svo í ljós hvað gerist," sagði hann í samtali við breska fjölmiðla.

„Frammistaða okkar í leiknum var mjög slök. Við náðum þó að bæta okkur aðeins í síðari hálfleik."

Leikurinn og úrslit hans höfðu þó litla þýðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×