Enski boltinn

Lampard græðir í Las Vegas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frank Lampard.
Frank Lampard.

Frank Lampard er ekki bara lunkinn knattspyrnumaður heldur virðist hann einnig vera sleipur í fjárhættuspilunum.

Lampard er þessa dagana í sumarfríi í Las Vegas með félögum sínum og er búinn að moka inn 300 þúsund pundum við spilaborðið.

Það ætti að duga til að greiða fyrir fríið sem Lampard er reyndar ekki nema tvær vikur að vinna sér fyrir þar sem hann er með 140 þúsund pund í vikulaun.

Lampard skildi fyrr á árinu við eiginkonu sína og því er hann í Vegas að skemmta sér með félögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×