Reglum breytt vegna vandræðalegrar stöðu Framsóknarflokksins 8. apríl 2009 14:54 Með breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar er verið að koma til móts við vandræðalega stöðu Framsóknarflokksins, að mati borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Borgarstjórn samþykkti í gær með 8 atkvæðum gegn 7 breytingu sem felur í sér að kjörgengir varamenn á fundum borgarráðs séu þeir sem skipa sæti á framboðslista við seinustu borgarstjórnarkosningar. Áður gátu einungis borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar setið fundi borgarráðs. Í framhaldi af afgreiðslu borgarstjórnar mun tillagan fara til samgönguráðuneytisins til staðfestingar, en málefni sveitastjórna heyra undir ráðuneyti samgöngumála.Varamaður Óskars er ekki varaborgarfulltrúi Upphaf málsins má rekja til meirihlutaskiptanna í ágúst á seinasta ári þegar Framsóknarflokkurinn myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Marsibil J. Sæmundsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, styður ekki núverandi meirihluta. Guðlaugur G. Sverrisson var kjörinn varamaður Óskars Bergssonar, oddvita Framsóknarflokksins, í borgarráði, en hann skipaði 14. sæti flokksins við seinustu borgarstjórnarskosningum og telst því ekki til varaborgarfulltrúa. Farið á svig við traust Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu í bókun við afgreiðslu málsins í gær að meirihlutinn kjósi með þessu að knýja fram breytingar á samþykktum borgarstjórnar sem ekki standast lög og brjóta þar með í bága við lögmætiskröfu stjórnsýsluréttarins. „Þetta virðist gert til þess eins að koma til móts við þá vandræðalegu stöðu Framsóknarflokksins að borgarfulltrúi flokksins lítur ekki á fulltrúa af framboðslista flokksins fyrir kosningarnar 2006 sem pólitíska félaga sína fyrr en komið er niður í 14. sæti. Með þessu er verið að fara á svig við það traust sem ætti að ríkja milli kjósenda listans á sínum tíma og framboðsins," segir í bókuninni.Eðlilegar og réttar breytingar Borgarfulltrúar meirihlutans bókuðu og sögðu samþykktina rétta og eðlilega. „Það liggur í augum uppi að fulltrúi á framboðslista sem getur tekið sæti í borgarstjórn og afgreitt mál í því æðsta valdi borgarinnar, hlýtur að vera til þess hæfur og bær að sitja sem varamaður í borgarráði." Með það að leiðarljósi, auk eindreginna tilmæla lögfræðinga Reykjavíkurborgar um að borgarstjórn taki skýra afstöðu til málsins, er það sannfæring meirihlutans að nauðsynlegt og rétt sé að gera umrædda breytingu á samþykktum borgarinnar.Meirihlutinn starfar í umboði minnihluta kjósenda Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, tók undir með borgarfulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna og benti á í bókun sinni að núverandi meirihluti starfi í umboði minnihluta kjósenda. Kosningar 2009 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Með breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar er verið að koma til móts við vandræðalega stöðu Framsóknarflokksins, að mati borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Borgarstjórn samþykkti í gær með 8 atkvæðum gegn 7 breytingu sem felur í sér að kjörgengir varamenn á fundum borgarráðs séu þeir sem skipa sæti á framboðslista við seinustu borgarstjórnarkosningar. Áður gátu einungis borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar setið fundi borgarráðs. Í framhaldi af afgreiðslu borgarstjórnar mun tillagan fara til samgönguráðuneytisins til staðfestingar, en málefni sveitastjórna heyra undir ráðuneyti samgöngumála.Varamaður Óskars er ekki varaborgarfulltrúi Upphaf málsins má rekja til meirihlutaskiptanna í ágúst á seinasta ári þegar Framsóknarflokkurinn myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Marsibil J. Sæmundsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, styður ekki núverandi meirihluta. Guðlaugur G. Sverrisson var kjörinn varamaður Óskars Bergssonar, oddvita Framsóknarflokksins, í borgarráði, en hann skipaði 14. sæti flokksins við seinustu borgarstjórnarskosningum og telst því ekki til varaborgarfulltrúa. Farið á svig við traust Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu í bókun við afgreiðslu málsins í gær að meirihlutinn kjósi með þessu að knýja fram breytingar á samþykktum borgarstjórnar sem ekki standast lög og brjóta þar með í bága við lögmætiskröfu stjórnsýsluréttarins. „Þetta virðist gert til þess eins að koma til móts við þá vandræðalegu stöðu Framsóknarflokksins að borgarfulltrúi flokksins lítur ekki á fulltrúa af framboðslista flokksins fyrir kosningarnar 2006 sem pólitíska félaga sína fyrr en komið er niður í 14. sæti. Með þessu er verið að fara á svig við það traust sem ætti að ríkja milli kjósenda listans á sínum tíma og framboðsins," segir í bókuninni.Eðlilegar og réttar breytingar Borgarfulltrúar meirihlutans bókuðu og sögðu samþykktina rétta og eðlilega. „Það liggur í augum uppi að fulltrúi á framboðslista sem getur tekið sæti í borgarstjórn og afgreitt mál í því æðsta valdi borgarinnar, hlýtur að vera til þess hæfur og bær að sitja sem varamaður í borgarráði." Með það að leiðarljósi, auk eindreginna tilmæla lögfræðinga Reykjavíkurborgar um að borgarstjórn taki skýra afstöðu til málsins, er það sannfæring meirihlutans að nauðsynlegt og rétt sé að gera umrædda breytingu á samþykktum borgarinnar.Meirihlutinn starfar í umboði minnihluta kjósenda Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, tók undir með borgarfulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna og benti á í bókun sinni að núverandi meirihluti starfi í umboði minnihluta kjósenda.
Kosningar 2009 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira