Enski boltinn

Dossena fórnað fyrir Huseklepp?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dossena gæti verið á förum.
Dossena gæti verið á förum.

The Daily Mail greinir frá því í dag að Rafa Benitez, stjóri Liverpool, ætli sér að selja bakvörðinn Andrea Dossena til Zenit St. Petersburg svo hann geti keypt norska framherjann Erik Huseklepp frá Íslendingaliðinu Brann.

Dossena kom til Liverpool frá Udinese fyrir 18 mánuðum síðan en Liverpool greiddi 7 milljónir punda fyrir leikmanninn. Hann er aðeins metinn á 2 milljónir punda í dag.

Dossena hefur einnig verið orðaður við félög á Ítalíu þar sem bæði Juventus og Napoli eru sögð hafa áhuga á leikmanninum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.