Enski boltinn

Terry tryggði Chelsea sigur á United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry fagnar marki sínu í dag.
John Terry fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images

Chelsea vann í dag 1-0 sigur á Manchester United í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea er nú með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.

Það var John Terry sem skoraði eina mark leiksins með skalla eftir fyrirgjöf Frank Lampard úr aukaspyrnu á 76. mínútu leiksins.

United var þó sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en það var Chelsea sem náði að nýta færin sín betur. Wayne Rooney, leikmaður United, komst til að mynda tvívegis nálægt því að skora. Petr Cech, markvörður Chelsea, átti góðan leik og varði til að mynda vel frá Rooney í síðari hálfleik.

Arsenal og United eru bæði með 25 stig og nú fimm stigum á eftir United. Arsenal á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×